Mel 11. nóvember 1902

            Elskulega systir mín!

 

            Ég ætla nú að passa að þessi póstferð fari ekki eins og sú um daginn því ég hafði samvisku áklögun af því enda þótt ég viti að lítil skemmtun muni vera að lesa bréf frá mér. Ég veit nú varla hvað ég á helst að skrifa því nóg er nú til sem er fullboðlegt fyrir þig. Ekki hefur verið alveg breytinga laust með hjúa haldið því nú er Ranka farin. Hún treysti sér ómögulega að vera hér fyrir kulda og gaf mamma það eptir að hún færi svo það gekk allt ósköp friðsamlega til. Ég get ekki sannara sagt þér en það að ég var fjarski fegin að hún fór því að hefði verið leiðinleg köldu suða eins og hér er kalt núna. Vigdís gamla verður hér aptur á móti. Hún kemur líklega um jólin. Hún hefir verið hjá Fríðu í haust. Svo erum við Þóra búnar að fá vinnukonuna okkar. Lítið erum við búnar að brúka hana en við höfum prjónað skyrtu handa mér, vettlinga handa Böðvari og neðan við sokka handa mér og Óa og Þóra er núna að prjóna háleysta handa pabba. Ég er rétt búin með grófu hyrnuna gráu. En svo prjóna ég líklega aðra fínni á eptir.

            Fyrir mánuði síðan átti að halda fund hér en þá kom enginn nema Benedikt Óli og Magga frá Söndum og Lóa og Mundi frá Útibleiksstöðum og Fríða og Sigvaldi svo þú getur ímyndað þér að ekki var mikið úr fundi og var það þá leiðinlegt því svo mikinn áhuga hafði Benedikt á málinu og var það því skammarlegt að enginn skyldi koma til að kveðja hann eða hlýða á kveðju hans því hann ætlaði að halda fyrirlestur, en nú er hann farinn og heldur vestur á Ísafjörð. Nú er mamma búin að selja Gránu. Magnús á Saurum keypti hana á 30 kr. Böðvar kom heim á föstudaginn var. Hann fór á mánudaginn út eptir því þeir ætluðu að sækja sjó, en svo legaðist þeim og gengu alveg fár á  föstudaginn fer gátu þeir ekki komist heim fyrir hríð, svo lögðu þeir á stað aptur í gær og held ég nú þeim ætti að gefa vel. Ég held hann hefði skrifað þér hefði hann ekki þurft að fara þetta og hann biður kærlega að heilsa þér og segist ætla að skrifa þér seinna. Hann hefur fiskað mikið heldur vel. Mamma biður líka kærlega að heilsa þér og hún segist ætla að skrifa þér um hátíðarnar. Sigríður Sigfúsdóttir kom hér í gær, hún biður hjartanlega að heilsa þér. Ekki fáum við skírnarveisluna á Reykjum því þegar barnið var sólarhrings gamalt fékk það voðalegan stífkrampa svo það var skírt skemmriskírn. Það heitir Ingibjörg. Nú ætla ég að fara í laug í dag svo ég missi ekki af dráttarfærinu yfir ána svo ég má ekki vera að skrifa þér meir í þetta sinn.

            Við hlökkum öll til þegar póstur kemur að fá fréttir af þér því við vonum þær verði góðar. Við treystum bæði lækninum og fólkinu til alls hins best.

Vertu margblessuð og sæl og guð gefi að við eigum eptir að hittast glaðar og heilbrigðar. Þess óskar þín elskandi systir Imba Þorvalds. Þóra og hitt fólkið biður kærlega að heilsa þér.

Í guðs friði þín Imba.

 

Nú er Böðvar kominn alkominn heim. Þeim gekk ágætlega flutningunum.

Þetta ritaði langamma mín, Ingibjörg Þorvaldsdóttir (1881-1958) til systur sinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband