Hvammsdal 6. nóv. 1898.

            Háttvirta góða vinkona!

Ingim. Jakobsson hefur skrifað mér að undirlagi yðar – að hann segir – viðvíkjandi Guðnýju dóttur yðar og beðið mig um meðöl fyrir hana, og að skrifa yður með þeim. Bréfinu fylgdu 2 kr.

            Ég sendi yður nú meðölin 4 gl. sem hún á að brúka eptir röð, og hvert gl. 2 eða 3 daga í einu, 3 dr. 6-7 sinnum á dag, það er ekki víst að hún þoli að taka inn 5 dr. í einu, en annars mætti það og taka þá inn sjaldnar. Ef að bata verður vart eptir að hún hefur brúkað meðölin um tíma, skal bæði taka inn sjaldan úr því, og fella úr 1-2 daga við hvert gl. sem að hún tekur ekkert inn.

            Þess verður vandlega að gæta , að brúka meðölin minna en að framan er sagt ef að versnar við þau til muna á einhvern hátt, en halda samt áfram með þau með reglu og þolinmæði að öðru leyti.

            Um meðala reglurnar að öðru leyti þarf jeg ekki að skrifa yður frekar, því þér þekkið þær frá fyrri tíð. Ég vona þér gjörið svo vel að skrifa mjer á sínum tíma, og látið mig vita hvort nokkuð bregður til bata við þessi meðöl eða eigi.

            Hvernig er þessum andþrengslum varið? Fær telpan nokkurn tíma eins og sog? Fær hún eins og bitu í hálsinn, eða finnur hún eins og drætti upp eptir miðju brjósti? Finnst henni eins og lungun geti eigi þanist út, eða eins og einhver þungi liggi á brjóstinu? Er hún hræðslugjörn? Hefur hún hjartslátt og titring? Ingim. skrifaði að hún væri “veiklyndari” síðan hún fjekk þennan lasleik. Hvernig þá? Er það grátgirni viðkvæmni eða óstilling, ergelsi? Hefur hún hóstað uppgang og þynglsi fyrir brjósti? Er hún nú orðin breytt að útliti við þetta? Það þurfti að lýsa öllu útliti hennar yfir höfuð (andlitsfari, yfirlitum, holdafari, háralit). – Hvernig er matarlyst, melting og hægðir? Ingim. segir, að meðal annars er læknir hafi úti látið af meðölum hafi eitt meðal verið “deyfandi” og náskylt þeirri aðallegu “tóbaksjurt”, og hefur það þá verið Opium, tobakum eða Stramonium eða þá Nura vomiae. Ekki skil ég að þetta komi að gagni og ekki veit jeg hvað hún á að gjöra með “deyfandi” efni.- Ég held hún sé nógu slöpp eptir sjúkdómslýsingunni að dæma. Ég hefi skrifað yður þetta bréf í flýti hánóttina þreyttur og syfjaður – hefi tekið til meðöl fyrir yfir 20 manns í dag – ég bið yður að fyrirgefa ósamkvæmni í rithætti og allan fráganginn á því.

            Ég bið kærlega að heilsa manni yðar og börnum.

            Kveð yður svo með bestu óskum, vinsemd og virðingu

 M Guðlögsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband