Reykjavík 20. október 1902

             Elskulegi faðir!

Ég ætla nú að reyna að klóra þjer fáeinar línur, til að láta þig vita að mjer líður vel og ég er talsvert farin að fitna. Á þriðjudaginn fjekk ég brjefið frá þjer og hafði það miklar gleðifrjettir að færa. Nú er jeg farin að vera út á útbyggingunni á daginn og er mér ekið út í rúminu, því að alltaf er svolítill hiti í mér á kvöldin svo að jeg fæ ekki að fara á fætur, en hitinn er minni á kvöldin síðan ég fór að vera úti.

Ekki varð ég ein þegar Ragnheiður fór. Þá var flutt hingað stúlka sem heitir Anna. Hún er magaveik og hef ég heyrt að læknirinn álíti það vera magatæringu sem að henni gengur. Ég fer nú að hætta þessu klóri sem bið þig að fyrirgefa.

Góður guð verndi þig alla tíma.

            Vertu blessaður sæll það mælir af heilum hug þín elskandi dóttir

            Guðný Þorvaldsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband