Landshöfðinginn yfir Íslandi - Reykjavík 14. október 1882

 

            Þegar harðærið hjer á landi frjettist til Lundúna í sumar, myndaðist þar samskotarnefnd undir vernd prinsessu Alexöndru af Wales og undir forstjórn borgarstjóra Lundúna (lord mayor), og hefir hún nú sent hingað til landsins gufuskip með talsvert af fóðurkorni, og fylgir skipinu herra magister Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge til þess að sjá um útbýtinguna á þessum gjöfum.

            Skip þetta mun koma að Borðeyri kringum 26. þ.m., á Sauðárkrók kringum 29. þ.m. og að Akureyri kringum 31., og afferma á hverri af þessum höfnum um 800 tunnur af allskonar fóðurkorni í hálftunnu pokum. Samkvæmt áskorun hins danska sendiherra í Lundúnum hefi jeg ritað amtmanninum yfir norður- og austurumdæminu og sýslumönnunum í Stranda, Húnavatns og Skagafjarðarsýslum um að veita herra Eiríki Magnússyni sjerhverja þá aðstoð, er í þeirra valdi stendur, til þess að gjafir þessar geti orðið að tilætluðum notum, og vil jeg nú skora á alla sýslunefndarmenn, hreppsnefndaroddvita og hreppstjóra í tjeðum sýslum, að leggjast í þessu tilliti á eitt með herra Eiríki Magnússyni og yfirvöldunum.

 

Í fjarveru landshöfðingja

Bergur Thorberg,

settur.

 

Jón Jónsson

 

Umburðarbrjef

til sýslunefndarmanna hreppsnefndaroddvita og hreppstjóra í

Stranda, Húnavatns, og Skagafjarðar og Þingeyjarsýslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband