25.10.2008 | 22:59
Foam Lake, Satk., Canada 25. okt. 1926
Kæra frú!
Seint í gærkvöldi fjekk jeg brjef sunnan frá San Diego, í California, sem flutti mjer á fregn að frændi þinn, Ben. Jónasson hefði andast 15. ágúst sl. eptir langvinn veikindi.
Sá er brjefið skrifaði, S. Bjarnason kaupmaður í Sand Diego er maður sá, er ætíð reyndist Ben. sál. sem vinur af bestur röð, og þrátt fyrir efnalegar kröggur hans sjálfs (S. Bjarnasonar) var ætíð fús og reiðubúinn að hjálpa frænda þínum. En vegna þess, að Mr. Bjarnason ekki vissi áritan mína fyrr en hann rakst á brjef frá mjer í öðrum skjölum sá hann ekki fyrr ráð til að gera mjer fregnina kunna. Benedikt sál. var á vegum hans síðustu mánuðina. Þessi Mr. Bjarnason á danska konu og hefir að sögn haft kostbært heimili.
Dauðsföll eru ætíð alvöru og tilfinningaatvik, en það mætti blanda þau með nokkurri gleði þegar menn sem eins og Benedikt sál. frá hvíld eptir langa og erfiða sjúkdómsreynslu, og sem fáa og ónóga hjálp og aðstoð eiga kost á að njóta.
Jeg þóttist vita að þú og móðir þín ef hún er enn á lífi mynduð að sjálfsögðu óska eptir að ykkur væri tilkynnt þannig lagað atvik hvenær sem það bæri að höndum.
Við Benedikt sál. og jeg höfðum býsna stöðug brjefaskipti uns báðir urðu aldraðir og stundum lasnir. Þá verða þau strjálli. Síðustu árin skrifaði hann með blýanti aðeins, - hafði ekki vald á penna en alltaf var rithöndin hin sama, ljómandi fagra og skíra. Málið (enskan) hin allra besta og hugsunin djúp og skír.
Hjeðan er fátt tíðinda nema sjerstök ótíð nú í haust, sem fer óvanalega rétt yfir. Samt er það aðallega suður í ríkjum, þar sem tíðin vanalega er sól og sumar og ævinlega að voða veður, fellibyljur og jarðskjálftakippir hafa gert voðalegt tjón á lífi og eignum. Hjer í Kanada fylkjunum hefir úrfellatíð í haust tafið svo fyrir freskingu og gert miklar skemmdir á uppskeru víða, að mikill hluti þeirrar vinnu er enn óunnin, og útlitið hvergi nærri æskilegt. Að öðru leiti er líðan Íslendinga hjer í landinu góð að venju.
Nú er í vændum að nýkosin stjórn í Kanada geri aptur all-rífa gangskör að innflutningnum til þessa lands frá Europu. Ef til vill nær sú tilraun og til Íslands. Ef til vill á jeg enn í vændum að sjá einhvern góðan gamlan kunningja frá yngri árunum hjer, áður en jeg hjúpast aptur emigranls slæðum til síðasta útflutningsins. Gaman væri að frjetta hvort nokkrir hugsa til Vesturferðar þarna úr grennd þinni.
Jeg hlýt að biðja þig að fyrirgefa þetta ófimlega má og stirðhenta stafi, sem enda með innilegri kveðju til þín og móður þinnar.
Þinn einl. Jón Einarsson
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.