31.10.2008 | 22:34
Reykjavík 25/10 1902
Elskulega mamma mín.
Guð gefi að línur þessar hitti þig glaða og heilbrigða.
Ég skrifa pabba um heilsufarið og er það eins enn að ég má ekki fara á fætur af því að ég hef alltaf hita á kvöldin. Þegar ég kom frétti ég að þjónusta væri á sjúkrahúsinu, en þegar þær sáu hvað ég hafði af fötum sögðu nunnurnar að ég þyrfti að kaupa mjer tvær ullarskyrtur. Kristín S. keypti skyrturnar og kostaði hver 1 kr. En lérefts fötin leggur sjúkrahúsið til. Mjer líður hjer ósköp vel og hefur aldrei leiðst enda kemur oft fólk til mín. Arasens systurnar hafa allar komið, mæðgurnar frá Brunnholt, Sigurður fangavörður, Haraldur og María systir hans komu á sunnudaginn, hann ljær mjer bækur. Kristín Sigurðardóttir kemur oft hingað og nafna þín hefur komið svo kom Anna Magnúsdóttir með brjefið frá systrunum, vil ég biðja þig að skila kæru þakklæti til þeirra. Mikið voruð þið lánsöm að losast við Lóu. Ég held að fari að hætta þessu rugli. Frændfólkið biður að heilsa og Kristín og Frú Sigríður, sjálf bið ég kærlega að heilsa öllu fólkinu. Vertu blessuð og sæl, guð gefi ykkur mildan vegur og haldi sinni verndarhendi yfir þér. Þess óskar af einlægu hjarta
þín elskandi dóttir
Guðný Þorvaldsdóttir
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.