Guðný Þorvaldsdóttir frá Mel lést 15 ára gömul í byrjun árs 1903

Þung er sú stund er dauðans klukkur kalla,

köld er sú fregn, sem bera þær um storð;

hart er að líta bestu blómin falla,

beiskt er að heyra skapadómsins orð.

 

Minnist þess samt hve guð er gæskuríkur,

guðlegan boðskap klukknahljóðið ber;

hann, sem frá engum, er hans leita, víkur,

aldrei á sorgarstundum gleymir þjer.

 

Hver getur skilið vegi guðs og velja?

Vjer megum aldrei kalda hluti sjá

ófarna veginn dimmir skuggar dylja,

dulist þar margar leyndar hættur fá.

 

Guði sje lof að henni hvíld er fundin

hún er nú leyst frá allri sorg og saur.

Himneska kallið kom, og frelsisstundir,

krossberinn ungi hlaut sín sigurlaun.

 

Hljótt er og kyrrt í hennar æskusölum,

hugljúf og glöð þar sá hún lífsins vor;

saknaðartárin, hrein sem dögg í dölum

drjúpa nú yfir hennar æskuspor.

 

Faðir, er síðast sástu dóttur þína,

syrgjandi stríða við sitt dauðamein,

sástu þá ekki augun fögru skína?

Englanna fegurð þar í byrjun skein.

 

Móðir, er síðast um þig vafði hún armi,

aldrei þú gleymir slíkri kveðjustund,

þannig mun hún hjá sínum blíða barmi

bjóða þér hvíld við sælan endurfund.

 

Hvíldu í friði unga vina yndi,

eilífðin sveipi þig í geislahjúp.

Líkt eins og stjarna yfir tignum tindi

tindrar þín minning gegnum tryggðardjúp.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Sigríður Klara !

Þakka þér fyrir; að gefa okkur, hluteild, í þessum fallegu línum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband