Reykjavík 1/12 1902

            Kæri faðir minn!

 

Innilegar þakkir á þessi miði að flytja þjer fyrir þitt ágæta brjef. Frjettir hef ég engar að segja og heldur gengur seint að lækna mig, ég er enn í rúminu og læknirinn segir að sjer þyki gott ef ég geti klæðst fyrir jólin; ég er alltaf þjáningalaus nema hvað hóstinn þreytir mig. Mjer leiðist ekkert nema ef mjer verður að hugsa um hvað þetta verður dýrt fyrir þig en það er ekki til neins að hugsa um það. Ég hef aldrei verið vigtuð síðan ég kom nú með Lauru. Ég hef enn oft hitaveiki en ég er farin að brúka meðal við henni og þá er hún minni.

            Nú erum við þrjár í þessari stofu, stúlkan sem kom þegar Ragnheiður fór, og kona Gunnars Einarssonar kaupmanns hjer í bænum. Ég fer nú að hætta þessu rugli sem ég bið þig að fyrirgefa góði pabbi og taka viljann fyrir verkið, ég á hálf bágt með að skrifa í rúminu. Elín Magnúsdóttir vildi endilega kaupa kort til að gefa mjer til að senda ykkur.

            Ég bið kærlega að heilsa öllu fólkinu. Vertu svo himnaföðurnum á hendur falinn sem ég hef þá von til að lofi okkur öllum heilum að hittast í vor.

            Það mælir þín elskandi dóttir

            Guðný Þorvaldsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 384

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband