13.10.2008 | 22:34
245, E. Sprague Ave. Spokane, Wach. Oct. 9th – 1921
Elskulega systir
Þessar línur ferðast langa leið einungis til að láta þig vita að þrátt fyrir heilsuleysi, atvinnuleysi og fátækt, er lítil sem engin hætta á því að ég verði að svelta komandi vetur. Vonir mínar um tekjur af olíuframleiðslu geta ennþá brugðist þó útlitið sé fremur gott. En ég hefi gert samning við lækni sem heitir L.S. Eastman, um að vera í umsjón hans og í kosti hjá honum komandi vetur. Ef ég verð gjaldþrota gerir það ekkert til segir hann. Ég er nú nýbúinn að skrifa Jóni Einarssyni (í þriðja sinn síðan ég fékk bréfið frá þér, eða ykkur). Ég hefi gert nákvæmlega grein fyrir högum mínum og sent honum blöð og skýrslur sögu minni til sönnunar. Mér er ómögulegt að skrifa á íslensku um efni sem ég aldrei heyrði talað um eða las um heima og vona ég að þið fyrirgefið þó of lítið loði við mig af móðurmálinu til þess að skrifa vel og greinilega. Ef J. Einarsson getur þýtt allt sem ég hefi skrifað honum þá man ég ekki eftir neinu sem ég gæti bætt við það. Ef komandi vetur líður án þess að færa með sér of mikil vandræði og þetta tel ég nú þá vona ég að eitthvað fari að rakna úr fyrir mér hvað hag snertir, en góða heilsu get ég auðvitað aldrei fengið. Mig fýsir heldur ekkert til að verða eilífur húsgangur á þessum hnetti. Þegar ég fæ bréf að heiman vonast ég eftir miklum fréttum. Eru bræður mínir báðir lifandi? Ef J. Einarsson segir ekki allt sem þið viljið vita mér viðvíkjandi þá skal ég reyna að leysa úr því ef ég fæ að vita hvað það er. Ég er of vanur við andstreymi lífsins til þess að æðrast hvað sem fyrir ber. Mín góða gamla systir, ég óska ykkur ánægju og öllu fólkinu yfir höfuð allrar mögulegrar farsældar.
Þinn ónýtur en einlægur bróðir, Ben. Jónasson
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.