Skilnaðar-minni á þjóðhátíðarfundi í Hallormstaðaskógi 1874

                       1

Ég ferðast hef um fjöll og dali sljetta

og forðum gekk ég Skrúð og bratta kletta

ég ljek í dönskum lundi,

en langaði heim í sveit;

á engum stað ég undi

mér eins og þessum reit.

Þessa stund, þráði og alla daga,

hjer í lund að hreifa strengjum Braga,

hjer í lund.

 

2

En þeir sem annars þekkja mannlegt hjarta,

og þeir sem elska Suðfellstindinn bjarta,

og fönnum skreyttu fjöllin,

og fagra löginn hér,

og blómi búinn völlinn

þeir bresta varla mér,

þessa stund, þó að ég sje glaður,

í þessum lund; þetta er sælustaður

            í þessum lund!

 

3

Og hvað er sæla, sje það ekki að finnast

á svona stað, og hver við annan minnast

og frelsi sínu fagna

og frjálsri Ísagrund

með góðum ráðum gagna

og gleðja sig um stund.

Fagur, frjáls, finnst mér þessi staður:

Jeg er frjáls; jeg er nú svo glaður:

Því ég er frjáls!

 

4

Þú varst svo frjáls og fögur, kæra móðir!

Þá feður vorir komu á þínar slóðir,

mér finnst þú enn svo fögur,

og frjálsleg ertu að sjá:

Því flýr svo margur mögur

frá móður sinni þá?

Ísland! Aldrei héðan fer ég,

kæra land! Kjöltubarn þitt er ég

            kæra land!

 

                        5

Sólin hnígur, senn mun döggin falla,

og söknuðurinn hrífur nú á ætla;

það er því yndi að skilja

þá allir keppa heim að vinna af öllum vilja

í verkahringnum þeim,

foldin mín! Frelsið þitt er að glæða

móðir mín! Meinin þín að græða,

móðir mín!

 

                                    Páll Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband