Reykjavík 7/5 1903.

Kæri frændi minn.

Það er útlend setning, að bréf megi aldrei byrja á: Jeg. Og þó snúast þessar fáu línur eingöngu um mitt kæra: Jeg. Ég er með böggum hildar: í vandræðum. Ég hafði haft nauman tíma, þegar “Skálholt” fór norður um, var í veizlu kvöldið áður, skrifaði í veizlunni 2 bréf, sem ég átti eftir ósvarað, bað um prívatherbergi og fékk. Skammast mín fyrir bæði, því að þau eru skrifið í “Champangerus”. Man þó ekki nema eitt orð, sem ég vildi ótalað hafa í bréfi til Árna á Höfðahólum, þar sem ég segi honum, að ég skuli halda betri ræðu á kjörfundinum á Sveinstöðum en Húnvetningar hafi áður heyrt. Þetta liggur á mér eins og martröð: volat irrevae abile venbum. Ekki svo að skilja, að ég ætli mér ekki að sýna ykkur allan sóma, eins og þið eigið skilið, en mig vantar enn form fyrir minni hugsun, og ég átti aðeins að segja, að annað hvort verður mín framkoma hjá ykkur góð eða vond. Millibil er ekki til hjá mér í þeim sökum, annaðhvort “stemning” eða “flöjhed”. Ef þú hefðir bréflegt erindi til Árna væri mér kærkomið að þú fléttaðir þar inn í fyrirgefningarbón frá mér fyrir oftöluð orð, ég hef ekki tíma til að skrifa honum nú, bæti nú á hverjum degi 4-5 tíma vinnu á mig í Forngr.safninu, til þess að geta farið sem heiðarlegur maður norður til ykkar. Dr. Guðm. Magnússon færir mér í rúmið á morgun þær gleðifréttir að Skálholt hafi komist norður um. En varla hef ég leyfi til að vona, að þeim dýri farmar hafi verið þar með, er líklegt nú á Ísafirði. Þetta atriði minnir mig nú í þessu augnabliki á þitt síðasta bréf, sem ég átti að byrja bréf mitt með að þakka, því að það er faktískt tekið einasta orðið af viti, sem ég hef fengið úr Húnaþingi, þar eru kortin lögð á borðið, hjá hinum er allt í þoku og ráðgátu. – Í dag er 4. dagurinn, sem ég hef verið reistur úr rúminu, svona fer giktin að við mig – fæ hana í útlimi 10-15 árum á undan föður mínum; illt er í ætt allra gjarnast. Ef sú fregn skyldi reynast ósönn, að Skálholt hefði komist norður, viltu þá gera mér þann stóra greiða að skrifa þegar í stað Hermanni og segja honum að ég hafi svarað öllum bréfum úr Húnaþingi, eftir óskum ritaranna. – Tryggvi í Kothvammi skrifa ég innlagt bréf. – Guð ónáðar mig illa núna, ís mátti ég ekki fá í vor, en þá er að taka því, ég hef fengið bréf frá Mr. Cabball, þar sem hann segir að hann gangi að leigunni en NB. með því  skilyrði að hann fái ána leigða upp í 15-21 ár. Ég veit að hann kemur að sjálfsögðu upp, upp á vonina, ég er illa staddur, mín “Dumpe-eanditatur” í Húnaþing neyðir mig til að fara héðan að heiman, áður en hann nemur í stað þess að verða honum samferða; ég fer héðan með “Reykjavíkinni” 19. maí, segðu Hermanni það, ef þú sér nokkur tæki á undan pósti. Var búinn að skrifa það með “Skálholti”. Tími ekki að taka fram Skjóna minn, hann á ekki að bera mig að ósigri, heldur á annan veg. Hljóðið bágt í mér núna, af því að ég hef heyrt úr bréfi frá yfirvaldinu ykkar til kunningja þess í Reykjavík að ég skuli fara sömu ferðina í Húnaþing í vor, sem norður í Skagafjörð í fyrra. Þeir vita sínu viti þeir hávísu, hámáttugu herrar, með innheimtuna að bakhjalli. Því nær allan klerka lýðinn; nákvæmlega sömu kringumstæður hjá ykkur nú eins og í Skagafirði í fyrra – með einni skárri og mikilli undantekningu – þeirri að í fyrra var mín megin dómur orðlaus lýður og báðir caudilatarnir á móti mér – nú orðin, sá bezti af rauð... mín megin.

 

Framhald 9/5  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband