Hvammsdal 29. marz 1894

Háttvirti góði vin!

 

Jeg þakka yður sem best yðar góða brjef með Sophoníus, og allt alúðlegt.

Jeg sendi yður nú dálítið af meðölum handa Ófeigi litla og hefi bestu von um að þau komi að notum ef sú arga drepsótt er nú fer sem logi yfir akur spillir ekki fyrir mjer á sínum tíma, og jeg hefi gjört það fyrir konu yðar að láta meðala nöfnin og þynningartöluna standi á gl. Best er að brúka hvert glas 2 eða 3 daga í einu, 3 dr. 4-6 sinnum á dag, og fella úr daga milli glasa – einkum í bata. – Jeg skal geta þess að No 1 er aðalmeðal við meltingarleysi í konum og börnum – einkanlega; No 2 er líka ágætt magalyf, á við meltingarleysi, og opt við hægðaleysi ofl., og er það sterkara en hitt; No 3 á við hægðaleysi vind spenningi og mörgu fl.; No 4 á við magaverkjum, kveisu, magakrampa, órósemi, ergilegheitum,  tannkomuveiki – ásamt fleiri meðölum, við úrgangi (grænleitum) af tannkomu, taugakenndri tannpínu (á kvenfólki og börnum); 5 og 6 No eiga við kirtlaveiki ofl. – Aðallega gengur að barninu meltingarleysi, og kirtlaveiki er hann ekki frír við.

Það reynist opt vel að gefa börnum þorskalýsi, þó orsakar það opt velgju og slappan magann, nema brúkuð sjéu jafnframt einhver styrkjandi meðöl.

Það gleður mig að Þuríði litlu hefur batnað mikið; það gat ekki betur farið en að kirtlaveikinni slæi út.

Nú er sú arga innflúenza komin til Reykjavíkur og upp í Borgarfjörð. Það lögðust 2/3 af staðarbúum á 3 sólarhringum, og 2 hús varð að brjóta upp af því að enginn gat farið til dyra. Þetta er haft eptir manni sem Clausen sendi suður núna fyrir stuttu.

Sjé þessi kvefsótt sama eðlis og sú sem gekk hjer fyrir 4 árum eða regluleg “La Grippe”, þá væri óskandi að hún kæmi ekki til okkar fyrri en fer að hlýna, því hiti á betur við hann, en aptur á móti á kuldi betur við reglulega innflúenzu, eins og kvefsóttir þær voru sem jeg man eptir þegar jeg var unglingur. Þá bólgnuðu svo mikið slímhimnur andardráttarfæranna og lungnapípurnar, og gróf í þeim en menn urðu ekki nærri því eins máttlausir og hjer um vorið.

Jeg bið yður að fyrirgefa þetta risp og bera konu yðar og börnum mína kærustu kveðju.

Sjálfan yður kveð jeg með vinsemd og virðingu, yðar einl. vin.

 

M. Guðlögsson

Homöopath.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt framtak, Sigga!  Bestu kveðjur  Halla

Halla Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband