23.3.2008 | 00:02
Reykjavík d 23 mars 1882
Jómfrú Guðrún Guðmundsdóttir
í Svarðbæli
Miðfirði
Elskulega Gunna mín.
Hjartans þakklæti fyrir tilskrifið. Nú hef jeg aungar frjettir að skrifa þjer, okkur líður vel að öðru leyti en því að við höfum verið vesul af kvefi, jeg hef leiið í rúminu í 3 daga, en er nú að batna en samt hef jeg fjarska mikin höfuðverk, svo jeg get valla skrifað þjer þessar línur. Jeg sendi þjer blúndurnar sem þú beiddir mig um, en mjer þykir vest ef þjer líkar þær ekki. Jeg hafði þær sín af hverri sort. Jeg fer líklega norður í sumar og verð hjá Gróu systir mömmu, hún skrifaði mömmu minni með pósti, og sagði að hún ætti að lofa mjer að koma norður í vor og vera hjá sjer í allt sumar, en hún kveið mest fyrir að mjer mundi leiðast, hún sagði að jeg gæti þá farið að Sveinsstöðum og fundið ömmu og líka að Völlum, jeg er ekki hrædd um að mjer leiddist.
Elsku Gunna! Þú verður að fyirrgefa mjer þó jeg geti ekki skrifað þjer meira núna því mjer er svo illt í höfðinu. Mamma biður kærlega að heilsa mömmu þinni.
Vertu svo marg blessuð og sæl það mæli þín eilæga vina.
Góða láttu aunga sjá þetta klór því mjer þykir gott ef þú getur lesið það. Skrifaðu mjer og segðu mjer hvernig þjer líkar blúndurnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 15.4.2009 kl. 15:57 | Facebook
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.