Akureyum 1-2-1873

 

Sr. Þorvaldur Bjarnarson

 

Velæruverðugi elskaði herra!

 

Ég þakka yður alúðlega tilskrifið frá 30 aug. f. á. Þar næst verður, að kannast við, að ég hafi í ritgörð minni harmað prestunum, yfirhöfuð, niður, að hér í landi hafði þá vantað, og vantaði enn, virðingu og fjármuni. - Að ég nú dragi frá öll sjálfskaparvíti, sem hjá nokkrum hafa, að miklu leyti, þessu valdið, og taka fátæktina, sem meðskapaða fylgni af ábyrgð þeirra og umsjón staða, kirkna, jarða og kúgilda, einnig af óhagkvæmum og litlum launum, sem voru all víða ekki ómaksins verð, þó ekki verði með vissu sagt, hvað lítil þau voru: Því af hinu óhreina brauðamati stenst það ekki, næst fátæktinni má taka hennar afkvæmi fyrirlitninguna, eins og í vísunni segir: “Strax er fátækur stunginn frá, styður ríkan alþýða” og er það ekki sjálffengið – þegar presturinn er svo fátækur, að hann getur ekki klæðst eptir standi, hallur í skuldir, heldur ekki staðarhúsunum við  líði, og verður í flestu upp á aðra kominn – að hann sé fyrirlitinn, og um hann raulað með postula rödd: Hvernig mun sá geta veitt góða forstöðu guðs söfnuði, sem getur ekki veitt hana sínu eigin húsi? Þessi meinsemda kjör prestanna læknast ekki með vorkunnlætisins “Ultra posse –“ þó það sé viðlagt, nje með gratza publica admirationia þessari. “Hann er rétt góður ræðumaður og syngur og tónar eptir Guðjónsens nótum,” þó hún sé inntekin; þau bætast betur með því, að presturinn kunni alla búnaðarhætti og fái markavit, í staðinn fyrir að geta lesið Hómer og brúkið Nýársnóttina; þau bætast með því, að drepnir séu átuormarnir úr álnum hans, ábyrgðin á stað og kirkju m. fl. sem á honum liggur, og með því, að hann sé betur launaður, svo hann geti orðið nytsamur og lifandi, en ekki sem dauður og grafinn, félags limur, og áunnið virðingu meðbræðra sinna, sem þykir mikils verð hjá öllum “siðuðum” þjóðum, og er, meðal annars, innfalin í, að gefa heiðurs teikn, þó þau verði honum, af ókunnugleika og áráttu meðhaldi, vanbrúkuð svo, að þau hafist á nautshausa og villidýr – að vísu ann ég ekki Titlunum, sem – þó þeir séu veittir í heiðursskyni, að sínu leyti, frá krossunum, eins og gömlu Banca seðlarnir hjá gull- og silfurpeningum, enda eru þeir nú fallnir, eins og seðlarnir, og orðnir í sinni náð, annar gjaldþrota voblurinn frá Dönum. 5: Þeir hafa ekki haft, á móts við titlana, nóg fyrirliggjandi af hinni sönnu ærum.

            Væri rétt handarhald brúkað á heiðursteiknunum, ég meina nú ekki titlunum – er því síður, að ég álíti, að prestarnir ættu ekki að hafa þau. Sem ég held best viðeigandi, að þeir hefðu þau tvö – annað, af silfri, þeim veitt, eptir kringumstæðum, eins og öðrum nytsömum mönnum, fyrir dáð og dugnað í veraldlegri stöðu, og annað, kross af hreinu gulli - hinum er viðgengst, nokkuð ólíkan, og sem engum gæfist utan prestunum - til heiðurs og endurminningar um hinn heilaga kross, sem er merki það, er embættismenn hins andlega ríkis, eiga að bera og berjast undir í heiminum, og því eru þeir ekki réttnefndir embættismenn jarðneskra konunga, heldur þessa ríkis skiptana og konungs, þó að þeir, sem aðrir félags limir, standi undir þeim, og séu þeim, sem slíkir, um hlýðni skyldugir, og sem slíkir, geta þeir líka gjört sig verðuga fyrir heiðursteikn, ekki síður en aðrir, og ætti ekki, án nokkurs greinarmunar, að hringla þessu tvennu saman.

            Þannig skeður það, að prestum var tvöfaldur heiður, eins og postulinn segir í Tím 5.17 þegar þeir standa vel í hvorutveggja stöðinni, og honum var annt um, Rom. 13.7, að friðurinn sé ekki af neinum dreginn sem verðskuldar hann, og verði hér nokkrum af kirkjunnar sonum skylt, að sjá um það, hvað prestana snertir, þá var það biskupinum, sem ætti líka að stuðla sem best til, að þeim gjörist mögulegt, að gjöra sig sem heiðurs verðasta, en að sú tilhlýðandi athöfn - veiting á heiðursteiknum - eigi að óvirðast eða afmást fyrir það, þó mörg finnist dæmi til, að hún - eins og margt sem var í sjálfu sér gott – hafi vanbrúkast, skil ég ekki.

            Einn kann t.a.m. vera góður bú-dugnaðar- og framkvæmdar-maður, sem láti mikið gott af sér leiða fyrir félag sitt og heiti þess máttarstoð; en er ónýtur kennimaður, afskiptalítill um embætti sitt, breiskur og brokkgengur. Annar þar á móti, lítill bú- og framkvæmdar-maður til jarðneskra skyldna, en stundar í öllum greinum vel embætti sitt, og er lastvar og dagfars góður. Á þá ekki að veita “þeim heiður sem heiður heyrir” svo, að hinn fái silfur táknið, en þessi gullkrossinn? Og sá sem í góðum kostum skarar fram úr í kostum skarar fram úr í hvoru tveggja, tvöfaldan heiður?

            Ég læt það vera við sett verð, sem máli þessu ef til vill, sé viðkomandi, hvort það hefur verið Miklagarðs Gnýfari, annar harðstjóri, eða heiðingi og óvinur krossins Xti. Phil. 3-18. er hafa þekkt kraftinn einungis sem smánarlegt pínslar færi, og því hengt hann sem þræla merki á þá, sem þeir álitu ekki heiður verða, þar á móti kristnir, láta krossmarkið vera sér til verðar minninga um hinn heilaga kross, er þeir hrósa sér af, líkt sem postulinn Gal.6.14. Eph.2.16. og ætla ég, að það hafi verið brúkað, svo vel undir krossförunum, sem löngu áður og eptir , sem rétt trú aðra vegsemdar og heiðurs merki í kristninni, og frá Dönum, sem lands og heiðurs merki frá 1219, er þeir háðu hina miklu Valmar orrustu undir Valdemar Ita fögnuðu þeir þá fyrst merki sínu og ætluðu þar nærst að leggjast á flótta, fyrir  liðsfjölda sakir heiðingjanna. Þá segir í gamalli legendu, að Andrés nokkur erkibiskup hafi staðið á hæð, með bænagjörð og upplyftum höndum, líkt og ekóiser forðum frá Israel barðist við Amalek, og skyldi hið heilaga krossmark, hvítt á rauðu merki, hafa liðið þar hægt niður frá himni, og rödd heyrst er sagði: þegar þetta merki er hátt borið munuð þér sigur vinna, og átti það að verða, og ótti að koma yfir heiðingjana, svo þeir flýðu; að endaðri orrustunni, féllu Danir á kné, og þökkuðu guði sigur sinn, en Valdemar sló 35 menn til riddara undir merkinu og var það kallað Danamerki; en af honum það var kennt, við danska brók, man ég mig ekki að hafa lesið, eða hvar stendur það?

            Að ég drepi hér um tíð dálítið á gamanið yðar um, “að banna prestunum að gipta sig” þá óttast ég fyrir, við hinir yngri létu síga brýrnar, ef stjórnin færi, óvænt að banga saman piparsveina lögmál 2. janúar 1874; en óhræddir megið þér muna um mig, sem hafi lesið postulans orð 1 Tim 4, að ég verð aldrei – þó ég gjörist nú gamall-fundinn í tölu þeirra sem banna að giptast. Ávöxturinn af því lögmáli yrði vafalaust sá, að flestir færu að róa yfirskipa, heldur en að banna til ógna 1. Cor. 7-9, og mér liggur við að kalla kraptaverk, að þér haldist svo við í þriðja flokki þeirra manna sem getur um hjá Matth. 19. 12. að yður hitni aldrei um hjartaræturnar, annars skyldi ég leyfa mér, að bera undir yður, sem góðan guðfræðing, hvort þér haldið, að það sé nokkur barátta á milli holdsins og andans í hinu fyrsta flokki; en báðum mun koma saman um, að þeir í öðrum flokki verði aumkunar verðir, einkum slíkir sem “Dagur á Hrauni” meðan þeir missa vitni sín, og líklega verða þeir ekki allir óróa lausir, fá um nokkuð að vera.

            Þó að þetta sé orðið ærið langt, verður að auka nokkru við það, um sölu á prestajörðunum, og stytti ég mér leið með því, að láta hér með fylgja eptirrit af bréfi sr. Ólafs: Skoðun hans á málinu sýnist, í sumu tilliti, að taka lítinn afkrók frá ritgjörð minni; en lendir þó við sama. Reikningurinn frá honum þykir, ef til vill, nokkuð ónákvæmur, og er það vorkunnandi; því varla verður mögulegt að finna, af jarðabókinni, hundraðatal nefndra jarða, sem liggur þar alls á sundrungu, og var að auki byggt á óvissri verðhæð þeirra, er samanstóð yfir allt eina og sérhver annar verðlagskrár reikningur – af meðal vitleysum allrar vitleysu, og þá bætir ekki brókin um fyrir bolstöfunum, brauðamatagjörðin; en svo fráleitir sem þessir þjóðardýrgripir virðast - jarðamat og brauðamat, sem hvergi verða mældir við hrein afgjöld, eða hreinar tekjur, heldur miðaðir við algalinn slumpa reikning - kannski eptir reglum “menntaðra kauða” – má þó af þeim ráða, eptir því sem næst verður farið, að c: helmingur af verði prestajarðanna, yrði ekki allfáar þúsundir ríkisdala, til viðbótar brauðunum, einkum, ef þau væru ekki fleiri en 120, sem sýnist nægilegt, með aðstoðarprestsþjónustu í því brauðinu, þar sem þyrfti, hvar hinn virkilegi prestur ekki sæti. Ég segi: c. helmingur verða, vegna þess, að landskuldin -  sem mér sýnist hentugra, að ára hepti á jörðinni, eins og hún væri ákveðin við söluna, líkt sem leignagjaldið nú, frá bænda kirkjunum – orsakar, að gjöra mætti veð fyrir, að ekki fangist, upp og niður, múra; en hálfvirði fyrir jörðina; t.d. 20H jörð með vætta landsk. og 4 kúgl. - algjald 8 vættir – og talin 1000 virði, en vegna landsk: kvaðarinnar – sem er 20H helst hún ekki meir en 500 í réttu kaupi, og setjum af öðrum ástæðum, að kúgildin fengjust borguð með 150, og þá héti skoða kaupið á jörðinni orðið um 350, en allt um þetta, yrði þá hvöt fyrir bóndann, að eignast kúgildin með jörðinni, að hann fengi að borga hana í hægðum sínum, og hans notagildi yrði, það leignamálin kynni að fækka af jarðaræktinni og landskuldar kvöðin, er setur jörðina niður um helming verðs, þarf ekki að verða honum meira fráfæru efni, en leignagjaldið hinum sem eiga bændakirkjurnar.

            Ég hafði í ritgjörð minni gjört ráð fyrir, að presturinn hefði í prestakalli hverju hentuga bújörð, og hún ætti að vera kirkjuláns, að hann yrði fyrir sem minnstum átroðningi, og án kúgilda, því þar gæti hann annað tveggja keypt af fráfaranda, eða fengið sér laus kúgildi, sem hann mætti skila nær hann vildi.

            Eptir áðurtöldu yrði presturinn laus við úr sjón og ábyrgð á stað. Kirkju, jörðum og kúgildum í brauðinu, utan einungis á kúgildafé frá ábýlisjörð sinni, og haldi, eptir sem áður, vissum forða í landskuldunum, en kúgildin færu frá, og þau liggja ávallt undir tjóni og töpun í fjár sykir og harðærum; en á hina hliðina er ekki hægt að segja, í fljótu bragði, hvað mörg 100000nl kæmu inn fyrir prestajarðirnar – í staðinn fyrir að nú er ekkert – til að bæta með kjör prestanna.

            Þetta málefni er svo mikilsvert, að fastheldni og hleypidómar ættu ekki að ná til að spilla því, án réttilegs ransaks, og vegnist, að því gjörðu, sem varla er að efast um, að salan mætti verða til fagnaðar fyrir prestana, ætti biskupinn að fá sér ódauðlegt nafn í landinu með því, að stuðla til, að hún gæti sem fyrst framfarið.

            Loksins til uppstyllingar gríp ég vísu, öldungis rétttekna efptir gömlu blaði, ég verð að appellera frá henni undir dóm skólakennara Jóns Þorkelssonar, og bið yður, að framfylgja málinu: en svo dómarinn verði sannfærandi, þarf hann að innihalda vísunnar redaotimem in erdinem, explioationem verborum, og útlegginguna í heilu lagi, og fylgir nú hérnæst umgetin

 

Vísa fornkveðin

 

Tilgáta ...l


            Af því ég komst ekki til að borga bréfið yðar “in natura” í réttan gjalddaga, má ég fremur biðja forláti á, að ég get ekki goldið í góðum eyri, heldur en á því, að ekki sé nóg framboðið; því sjálfur er ég orðinn þreyttur af að mæla yður út og vega þessa vörn, og vænti eptir kvitteringu við tækifæri.

Guð veri með yður!

Óskar vinsamlegast

 

:Eggerz:

 

ESK: Þér gjörið svo vel og talið við samfundi um þetta mál við arressar I.P. ef ég skyldi ekki komast til að...   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband