27.1.2008 | 23:47
Öfugmæli í vísum
- Í eld er bezt að ausa snjó
eykst hans log við þetta
gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
2. Blýið er vænt í beitta þjél
boginn stein má rétta
á fjöllunum er flest af sel
í fjörunni berin spretta.
3. Grjót er bezt í góða lóð
af gleri má nagla smíða
á hörðum strengjum helzt rann voð
hundi flestir ríða.
4. Hland og aska er hent í graut
hreint fer verst á drósum,
innst í kirkju opt eru naut
en ölturin sjást í fjósum.
5. Fljóta í burtu flæðarsker
fljúga upp reiðarhvalir,
blágrýtið er blautt sem smér
blýið er hent í þjalir.
6. Eitur er gott í augnarinn
ýrt með dropa feitan,
það er gott fyrir þyrstan mann
að þamba kopar heitan.
7. Fundið hefir fífan græn
frost trúi ég kopar renni,
heilaga tel ég buskubæn,
blessan er nóg í henni.
8. Fljúganda ég sauðinn sá
saltarann hjá tröllum
hesta sigla hafinu á
hoppa skip á fjöllum.
9. Fiskurinn hefir fögur hljóð
finnst hann opt á heiðum
æranar renna eina slóð
eptir sjónum breiðum.
10. Kisa spinnur bandið bezt,
baula kann tréð að saga,
hrafninn opt á sjónum sést
synda og fiskinn draga.
11. Í eldi miðjum einatt frýs,
enginn viðnum kindir,
á flæðiskeri eru flestar mýs,
fallega hrafninn syndir.
12. Séð hefi ég marhnút mjólka geit
magran þorskinn sníða skjól,
karfann fara í kúaleit
konupung sníða skriptaskjól.
13. Séð hefi ég lýsuna lesa rit,
lýrann horfa á fræðakver,
keiluna iðka kirkjurit,
karfann gjöra að gamni sér.
14. Séð hefi ég búra berja fisk
blágómuna sníða saumi,
hákarl renna hörpudisk
hnísuna stinga beizlistaum.
15. Séð hefi ég hegrann synda á sjó
súluna á fjöllum verpa
álptina sitja við ullartó,
örninn bálið snerpa.
16. Séð hefi ég kapalinn eiga egg
álftina folaldssjúka
úr reyknum hlaðinn vænan vegg
úr vatninu yst var kjúka.
17. Séð hefi ég páska setta á jól,
sveinbarn fætt í elli,
myrkrið bjart en svarta sól,
synt á hörðum velli.
18. Séð hefi ég köttinn syngja á bók
selinn spinna hör á rokk
skötuna elta skinn á brók
skúminn prjóna smábandssokk.
Skyrið er í skeifu skást
skúmur drekum veldur
í lífkaðal skal fífu fá
frýs við pottur eldur.
Hafa þeir dún í hafskipin
hála gler í möstrin stinn
elta þeir steininn eins og skinn
í ólar rista fuglsbeinin.
Séð hefi ég flóna flóa mjólk...
Skráð með rithönd Þ.B.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 29.1.2008 kl. 23:36 | Facebook
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl, það var skemmtileg og óvænt lesning atarna, takk fyrir það og meira af svo góðu. Ég fylgist með. Kær kveðja úr Miðfirði!
Guðni Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:18
Gaman að fá viðbrögð frá Melstað í Miðfirði! Meira efni á eftir að mjatlast inn út árið, og margt af því mjög áhugavert.
Sigríður Klara Böðvarsdóttir, 28.1.2008 kl. 10:26
Hej Sigridur!
Fantastiskt! Kan du inte skriva flera dikter i din trevliga blogg?Den här var verkligen rolig att läsa.
Med Vänlig Hälsning
Magnus
Magnus Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.