Hótel Goðafoss 20/1 1930

Elsku systir mín!

Gleðilegt nýár og þakka fyrir það liðna. Jeg þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt, sem mér þótti afar gaman að fá, það er svo indælt að frétta þarna að heiman og fylgjast með þó maður geti ekki tekið þátt í því sem gerist. Af mér er allt ágætt að frétta, ég er alltaf vel frísk og hef ekki mjög mikið að gera, er yfirleitt farin að kunna mjög vel við mig hér. Jeg skemmti mér þó nokkuð um jólin, það var alltaf verið að bjóða mér, ég hafði ekki við að fara í öll þau boð og er ekki farin að fara í sum þeirra ennþá. Jóninna gaf mér veski og silkisokka í jólagjöf, ég er nú ekki farin að koma í þá en nú er ég búin að koma mér upp svörtum taukjól ansi laglegum og nú ætla ég að vígja hvortveggja í senn sokkana og kjólinn. Jeg fór til Herdísar á jóladaginn þar er nú hressandi að koma, svo fór ég til Sveðjustaðasystkinanna og Gunnlaugs Guðjónssonar. Jeg hitti Svöfu frá Tjarnarkoti nokkrum sinnum og nú erum við sammældar niðureftir til Sveðjustaðasystkina eitthvert kvöldið. Nú erum við bara þrjár því Jóninna fór suður með Esju og verður þar sjálfsagt hálfan mánuð, það munar þó nokkru að vanta hana því bæði hjálpar hún okkur við það sem gera þarf og er svo fljót að ráða frammúr ef eitthvað er. Jæja Sigga mín, jeg man nú ekki fleira núna og er alveg að sofna útaf við þessa vitleysu, ég bið þig að fyrirgefa það allt. Jeg bið kærlega að heilsa öllum. Vertu svo blessuð og sæl og líði þér sem best fær óskað þín elskandi systir

Hólmfríður Friðriksdóttir, Ósi

 

Þetta bréf var skrifað til ömmu minnar, Sigríðar Friðriksdóttur, sem ólst upp hjá ömmu sinni maddömu Sigríði Jónasdóttur á Barði. Þær nöfnur deildu sama afmælisdegi, 10. júní. Aðeins munaði 3 klst. á að sú er þetta ritar hefði einnig deilt með þeim sama degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur

Höfundur

Sigríður Klara Böðvarsdóttir
Sigríður Klara Böðvarsdóttir

Hér birtast gömul bréf úr safni langalangafa og langalangömmu. Þau voru séra Þorvaldur Bjarnarson, prestur á Melstað í Miðfirði, og maddama Sigríður Jónasdóttir. Bréfin birtast eftir mánaðardögum, en ekki eftir árum eða höfundum.

Ég áskil mér allan rétt að færslunum og því þurfa þeir sem vilja vísa í bréfin vinsamlgast að hafa samband (skb hjá hi.is)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband