Færsluflokkur: Bloggar
10.1.2008 | 00:35
Winnigpeg 3. janúar 1885
Elskaða æskuvina mín!
Góður Guð gefi þjér og þínum gleðilegt nýár. Jeg þakka fyrir sem best jeg get, fyrir allt fyrst og síðast. Elsku Sigríður! Fyrirgefðu mjér hvað efnislítið er brjéfið mitt. Jeg flýti mjér æfinlega of hef lítinn tíma, og er löt að skrifa. Jeg er eptir í skrifum, því til að vera Ameríku maður þarf maður allt að læra, og þá er fyrsta stigið að vinna á vistum og læra. En það venst fyrir þá samt sem hafa átt eins gott og jeg heima á Íslandi. Já elsku Sigríður! Það er mikil breyting sem fyrir mig hefur komið. Mjér hefur samt alltaf liðið heldur vel fyrir góða Guðs náð. Jeg hef alltaf þreifað á Drottins hjálp yfir mjér og mínum munaðalausa hóp.
Nú er jeg í sama húsi og Gunna litla dóttir mín. Það er ansi fínt bordíng hús.Við höfum 12 dollara um mánuð hver okkar. Solla litla er í næsta húsi við mig hjá bróður húsbónda míns og líður henni og okkur öllum vel. Dóra hefur 10 dollara bolla belskera og Pete of Ránka vinna fyrir fötum og fá að ganga á skóla litla stund á hverjum degi. Með Hrefnu gef jeg 6 dollara um mánuð, hún er hjá ritstjóra Leifs Helga og Ingibjörgu dóttir séra Guðmundar á Arnarbæli. Þau eru góð hjón og heimili þeirra eitt hið merkasta meðal Íslendinga hér og erum um 1000 í Winnigpeg það er að segja þúsund Íslendingar en ekki 1000 heimili Íslendinga. Jeg hef verið í vistum síða í júní, fyrr gat ég það ekki. Jeg var eitthvað svo svekt og kjarklaus eptir þann mikla missi sem jeg varð fyrir hjer strax eptir J dó. Já það var hart að standa uppi einmana með 6 börn og Inga litla mállaus í ókunnugu landi. En Guð lagði okkur alltaf eitthvað til. Börnin komust strax á fremur góða staði nema Hrefna, hún var eftir ein hjá mjér. Nú er það harðasta af fyrir okkur telpurnar tala allar orðið ensku, og jeg get vel fleitt mjer sjálf. Jeg er nú að hugsa um að vera ekki í vistum nema til vorsins. En hvað jeg tek þá fyrir veit jeg ekki nema valla gipti jeg mig. Það er samt hægt hjer ef maður vill. En jeg hef ekki felt mig við neitt svo leiðis samt, og jeg held helst jeg gjöri það aldrei meir. Jeg sé mjér getur liðið eins vel svona. Þá er nú best að byrja á brjefsefninu því formálinn er nú orðinn heldur langur. Svo er mál með vexti að jeg fjekk brjef frá móður minni. Í því las jeg að móðir mín er komin frá bróður mínu, ósköp er að vita til þess að önnur eins móðir og hún er skuli ekki geta verið hjá því barni sínu sem hún nær til. Jeg er hrædd um að henni leiðist. Jeg þakka þjér líka ynnilega fyrir hana besta Sigríður! Það var eptir þjér að reynast henni vel. Nú vildi jeg helst að mamma kjæmi til okkar. Jeg ímynda mjér henni leiddist kannski breytingar, en hún er skynsöm og ef hún sæji að okkur liði bærilega sem jeg vona að verði mundi hún gjöra sig rólega. Jeg veit fáa skynsama vilja fara heim aptur og sumar gamlar konur lifa á að prjóna hjér. Svo er hún svo ágæt yfirsetukona. Jeg skil ekki í hún þurfi neitt að verða okkur til byrði, og þó svo yrði mundum við einungis hafa ánægju af að geta hjálpað henni. Jeg hef skrifað henni núna og sagt henni mína meiningu. Hún ræður...
Bréfslok vantar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einkabréf úr safni séra Þorvaldar Bjarnarsonar og Sigríðar Jónasdóttur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 356
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar